07.12.20

Styttist í að betri vinnutími í dagvinnu taki gildi

Samkvæmt kjarasamningum á betri vinnutími í dagvinnu að taka gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.  Þó nokkrar stofnanir ríkisins hafa þegar tekið upp breytt vinnufyrirkomulag og á lang flestum stofnunum er umbótasamtölum lokið og búið að greiða atkvæði um útfærslu styttingar.  Eins og stjórnendur vita er nauðsynlegt að fylla út þar til gert eyðublað og senda sínu fagráðuneyti til staðfestingar.  Stjórnendur eru hvattir til að senda eyðublaðið hið fyrsta til viðkomandi ráðuneytis svo það nái að fara yfir það og staðfesta.  Þannig verður hægt að tryggja að betri vinnutími í dagvinnu taki gildi á réttum tíma.  
  - mynd
Fara í áskrift